Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 08. apríl 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ronaldo klúðraði dauðafæri og sparkaði í stöngina
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Juventus og skoraði fyrsta mark leiksins í 2-1 sigri gegn Napoli í gærkvöldi.

Á upphafsmínútum leiksins fékk Portúgalinn þó algjört dauðafæri sem hann misnotaði herfilega og var reiði hans augljós.

Ronaldo var brjálaður út í sjálfan sig og sparkaði fast í markstöngina í pirringi.

Hinn 36 ára gamli Ronaldo skoraði tíu mínútum eftir klúðrið og er Juve í þriðja sæti eftir sigurinn, tólf stigum eftir toppliði Inter sem er á fleygiferð.

Sjáðu atvikið.

Athugasemdir