Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. apríl 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico í vandræðum vegna hegðunar stuðningsmanna
Mynd: EPA

UEFA er búið að ákæra Atletico Madrid vegna óláta stuðningsmanna liðsins í útileiknum gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu.


Stuðningsmenn Atletico köstuðu lausahlutum inn á völlinn og sýndu fordóma. Málið rataði inn á borð siðanefndar þar sem það verður afgreitt þegar röðin kemur og búist er við að Atletico þurfi að spila fyrir luktum dyrum í refsingarskyni.

Samkvæmt reglugerð UEFA er minnsta refsingin við fordómum að spila heimaleiki fyrir luktum dyrum.

Atletico tapaði 1-0 á Etihad og fer seinni leikurinn fram næsta miðvikudag á Wanda Metropolitano. 


Athugasemdir
banner
banner