Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   sun 08. maí 2016 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Kristófer: Verðum betri þegar vellirnir verða betri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristófer Sigurgeirsson stjórnaði Breiðabliks liðinu annan leikinn í röð í fjarveru Arnars Grétarssonar sem tekur út tveggja leikja bann. Breiðablik heimsótti Fylki í Árbæinn og innbyrti 2-1 sigur. Fyrsti sigur Blika í sumar staðreynd.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var hálf skrýtinn leikur. Þetta var ekki mikill fótboltaleikur en við tökum þetta og ég er gríðarlega sáttur með það. Við fáum okkur fyrstu stig og þetta er farið að rúlla."

„Völlurinn var kannski ekki að hjálpa til. Við áttum í erfiðleikum með að ná upp okkar spili en Damir reddaði þessu í lokin og gaf okkur þessi þrjú stig."

Þrátt fyrir stigin þrjú fannst Kristófer spilamennskan í tapinu gegn Ólafsvík í síðustu umferð betri.

„Þetta var ekki eins vel spilaður leikur hjá okkur eins og á móti Víking Ólafsvík en núna snerist þetta við og við vinnum leikinn. Þó svo að við höfum ekki spilað okkar besta. Við eigum bara eftir að verða betri þegar vellirnir verða betri," sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner