Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
   sun 08. maí 2016 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Kristófer: Verðum betri þegar vellirnir verða betri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristófer Sigurgeirsson stjórnaði Breiðabliks liðinu annan leikinn í röð í fjarveru Arnars Grétarssonar sem tekur út tveggja leikja bann. Breiðablik heimsótti Fylki í Árbæinn og innbyrti 2-1 sigur. Fyrsti sigur Blika í sumar staðreynd.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var hálf skrýtinn leikur. Þetta var ekki mikill fótboltaleikur en við tökum þetta og ég er gríðarlega sáttur með það. Við fáum okkur fyrstu stig og þetta er farið að rúlla."

„Völlurinn var kannski ekki að hjálpa til. Við áttum í erfiðleikum með að ná upp okkar spili en Damir reddaði þessu í lokin og gaf okkur þessi þrjú stig."

Þrátt fyrir stigin þrjú fannst Kristófer spilamennskan í tapinu gegn Ólafsvík í síðustu umferð betri.

„Þetta var ekki eins vel spilaður leikur hjá okkur eins og á móti Víking Ólafsvík en núna snerist þetta við og við vinnum leikinn. Þó svo að við höfum ekki spilað okkar besta. Við eigum bara eftir að verða betri þegar vellirnir verða betri," sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner