Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 08. maí 2016 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Kristófer: Verðum betri þegar vellirnir verða betri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristófer Sigurgeirsson stjórnaði Breiðabliks liðinu annan leikinn í röð í fjarveru Arnars Grétarssonar sem tekur út tveggja leikja bann. Breiðablik heimsótti Fylki í Árbæinn og innbyrti 2-1 sigur. Fyrsti sigur Blika í sumar staðreynd.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Breiðablik

„Þetta var hálf skrýtinn leikur. Þetta var ekki mikill fótboltaleikur en við tökum þetta og ég er gríðarlega sáttur með það. Við fáum okkur fyrstu stig og þetta er farið að rúlla."

„Völlurinn var kannski ekki að hjálpa til. Við áttum í erfiðleikum með að ná upp okkar spili en Damir reddaði þessu í lokin og gaf okkur þessi þrjú stig."

Þrátt fyrir stigin þrjú fannst Kristófer spilamennskan í tapinu gegn Ólafsvík í síðustu umferð betri.

„Þetta var ekki eins vel spilaður leikur hjá okkur eins og á móti Víking Ólafsvík en núna snerist þetta við og við vinnum leikinn. Þó svo að við höfum ekki spilað okkar besta. Við eigum bara eftir að verða betri þegar vellirnir verða betri," sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner