Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. ágúst 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Cillesen frá Valencia til NEC (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Jasper Cillesen hefur yfirgefið spænska félagið Valencia og er á leið heim til Hollands.

Hann gengur í raðir NEC Nijmegen en ljóst er að hans verður ekki mjög sárt saknað hjá Valencia. Á síðasta tímabili missti hann stöðu sína til georgíska markvarðarins unga Giorgi Mammardashvili.

Cillesen hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og meiðsli sett strik í reikninginn hjá honum.

Cillesen er 33 ára og á 63 landsleiki fyrir Holland. Hann var um skeið varamarkvörður Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner