Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. ágúst 2022 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Kjartan Henry áfram á bekknum - „Hefur verið óheppinn með sín færi í sumar"
Kjartan Henry hefur átt erfitt tímabil
Kjartan Henry hefur átt erfitt tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, sat allan tímann á varamannabekk liðsins er það vann þægilegan 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deildinni í gær en hann hefur ekki byrjað leik síðan í byrjun júlí.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

Þessi reynslumikli framherji kom aftur til KR úr atvinnumennsku fyrir tímabilið og var gert ráð fyrir því að hann yrði lykilmaður í liðinu fyrir sumarið.

Hann er kominn með þrjú mörk í Bestu deildinni í sumar. Kjartan gerði eitt gegn Val í lok apríl og svo tvö mörk gegn FH í lok maí, en hefur ekkert skorað síðan.

Kjartan byrjaði síðast deildarleik í 3-0 tapinu fyrir Víkingi þann 2. júlí en hann hefur fengið nokkrar mínútur af bekknum í þremur leikjum liðsins í júlí en fékk enga í gær. Tveir ungir leikmenn komu af bekknum undir lok leiks í gær en það voru þeir Jón Arnar SIgurðsson, sem er fæddur árið 2007 og Jón Ívar Þórólfsson, sem er árinu eldri.

„Bæði Sigurður Bjartur hefur skorað fyrir okkur í Evrópuleiknum og í Valsleiknum held ég og aftur núna. Hann er búinn að vera ógn inn fyrir hjá okkur. Ljubicic þegar við vorum með tvo frammi síðast þá var þetta ákveðin taktík sem við spiluðum. Kjartan á eftir að fá sína sénsa og mun verða ógn fyrir okkur og setur pressu á hina."

„Ég taldi enga þörf á því að vera að setja hann inná í stöðunni 3-0 eða 4-0 í restina og gefa honum einhverjar 3-4 mínútur eða 10-15 mínútur. Við vorum að bíða eftir því að geta gefið þessum yngstu strákum okkar sem eru enn í 3. flokk tækifæri á að hoppa inná í stöðunni 3-0 þá er það voða gott að gefa þeim mínútum og það er geggjað fyrir okkur KR-inga,"
sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net.

Rúnar segir það ekkert erfitt að hafa Kjartan á bekknum. Sigurður Bjartur Hallsson nýtti tækifærið þegar það gafst og þegar Rúnar fann réttu blönduna að þá sjá erfitt að breyta henni.

„Nei nei, það er ekkert erfitt. Auðvitað er þetta ekkert gaman þegar þú ert með leikmann eins og Kjartan Henry sem hefur staðið sig vel víða um heim og kemur heim. Þá viltu að hann spili og standi sig og skori mörk, við reiknuðum með því. Hann hefur verið óheppinn með sín færi fyrr í sumar og svo þegar við gerum breytingu þá skorar Siggi og hann fær fleiri sénsa. Þetta er alltaf val þjálfarans hverju sinni, þetta er alltaf erfitt. Ég er með fullt af góðum fótboltamönnum sem að sitja stundum á bekknum þó það hafi verið mikið um meiðsli og annað slíkt. Þetta er bara val og við þurfum að finna rétta samsetningu á liðið sem hentar okkar leikstíl akkúrat í dag og hvað við erum að gera og við erum búnir að finna ágætis blöndu í síðustu leikjum sem hefur gengið vel og þá erum við ekki að fara að breyta," sagði hann ennfremur.
Rúnar finnur blönduna: Við vitum stundum alveg hvað við erum að gera
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner