Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 08. ágúst 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum liðsfélagi segir Lampard ekki hafa gert nóg
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
William Gallas, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, var ekkert að skafa af því þegar hann var spurður út í sinn fyrrum liðsfélaga, Frank Lampard.

Nafn Lampard hefur komið upp í umræðunni í kringum landsliðsþjálfarastarf Englands en Gallas telur hann ekki hæfan í starfið.

„Frank Lampard passar ekki vel fyrir England. Þú skoðar ferilskrána og það er alls ekki nóg. Hann hefur ekki unnið neina titla og ekki náð neinum árangri í ensku úrvalsdeildinni," segir Gallas.

„Hann hefur stýrt Chelsea tvisvar og mistekist. Það hefur verið talað um að hann taki við Englandi og leikmennirnir þar myndu örugglega bera virðingu fyrir því sem hann gerði sem leikmaður en ekki því sem hann hefur gert sem þjálfari."

„England þarf þjálfara sem hefur unnið titla."

Lampard var frábær leikmaður en þjálfaraferill hans hefur ekki verið upp á marga fiska til þessa.
Athugasemdir
banner
banner