Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 08. október 2019 19:46
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Jón Þór fékk rautt - „Óafsakanlegt í þessari stöðu"
Icelandair
Jón Þór Hauksson fær að heyra það hjá fjórða dómara í kvöld.
Jón Þór Hauksson fær að heyra það hjá fjórða dómara í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, var rekinn upp í stúku í 6-0 útisigrinum gegn Lettlandi í kvöld.

Jón Þór fékk brottvísunina fyrir að mótmæla dómi í stöðunni 5-0.

Fótbolti.net spurði Jón Þór út í brottreksturinn eftir leikinn.

„Ég var að reyna að benda dómurunum á að Gunný hefði verið með boltann og verið að reyna að senda boltann fram völlinn þegar dæmd var aukaspyrna á hana," sagði Jón Þór.

„Það voru margar skrítnar ákvarðanir í þessum leik en auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í þessari stöðu, hvenær sem er. Ég held að þær hafi ekki skilið ensku eða íslensku, það sem ég var að segja við þær."

„Ég hvæsti mig aðeins þarna og þær réðu ekki við það frekar en leikinn sjálfan."

Var það réttlætanlegt að vísa honum upp í stúku?

„Nei ég er hundfúll með það. Þessi bolti er oft mjög skrítinn og maður verður greinilega að taka skrefið til baka og aðlagast því," segir Jón Þór sem verður að öllum líkindum í banni í næsta leik, útileik gegn Ungverjalandi.
Jón Þór: Vorum miklu betra liðið
Athugasemdir
banner
banner
banner