Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. október 2019 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sylvinho rekinn frá Lyon - Baticle tekur við tímabundið
Mynd: Getty Images
Lyon er búið að reka stjóra sinn, Sylvinho, þegar einungis níu leikir eru búnir í frönsku Ligue 1.

Staðan hjá Lyon er ekki ásættanleg en liðið er í 14. sæti deildarinnar með níu stig eftir níu umferðir. Dropinn sem fyllti mælinn var 0-1 tap á útivelli gegn grönnunum í St Etienne í fyrradag.

Sylvinho hefur hins vegar stýrt liðinnu til sigurs og jafnteflis í fyrstu tveimur leikjunum i riðli G í Meistaradeildinni.

Sylvinho hætti að spila árið 2011 eftir að hafa leikið með liðum á borð við Arsenal, Barcelona og Manchester City og hann á einnig landsleiki fyrir Brasilíu.

Hann starfaði sem aðstoðarmaður Roberto Mancini hjá Inter og hjá brasilíska landsliðinu áður en hann tók við stjórastöðunni hjá Lyon af Bruno Genesio í maí.

Gerald Baticle mun taka tímabundið við hjá Lyon en hann hefur verið aðstorþjálfari frá árinu 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner