Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   lau 08. október 2022 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Dejan Stankovic nýr þjálfari Sampdoria (Staðfest)
Mynd: EPA

Sampdoria er búið að ráða Dejan Stankovic sem nýjan þjálfara hjá sér eftir að Marco Giampaolo var rekinn á dögunum.


Giampaolo var rekinn eftir hrikalega byrjun á tímabilinu þar sem Samp er aðeins með tvö stig eftir átta umferðir. Samp er búið að tapa gegn liðum á borð við Spezia og Monza undanfarnar vikur og á gríðarlega mikilvægan leik við Bologna í kvöld.

Stankovic þekkir ítalska boltann vel eftir að hafa spilað fyrir Lazio og Inter sem leikmaður og verið aðstoðarþjálfari hjá Udinese.

Stankovic stýrði Rauðu stjörnunni frá Belgrad í þrjú ár og gerði góða hluti en sagði upp starfinu fyrr í haust. Hann hætti eftir að Rauða stjarnan var slegin úr leik af Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Stankovic er 44 ára gamall og fær samning út tímabilið. Claudio Ranieri og Roberto D'Aversa, sem hafa báðir stýrt Samp áður, voru einnig orðaðir við starfið.

Stankovic er Serbi og spilaði yfir 100 landsleiki fyrir þjóð sína.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner