Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   lau 08. október 2022 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Dzeko tryggði sigurinn - Hjörtur á bekknum
Mynd: EPA

Inter lagði Sassuolo að velli í fyrsta leik helgarinnar í ítalska boltanum en sigurinn reyndist allt annað en þægilegur.


Það ríkti þokkalegt jafnræði á vellinum þar sem liðin skiptust á að eiga góða kafla. 

Fyrsta markið kom rétt fyrir leikhlé þegar Edin Dzeko skoraði eftir hornspyrnu. Denzel Dumfries gerði vel að vinna skallaboltann sem kom boltanum til Dzeko.

Sassuolo byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst nálægt því að skora áður en Davide Frattesi jafnaði eftir gott hlaup frá miðjunni. Varnarmenn Inter dekkuðu ekki hinn lágvaxna Frattesi sem skoraði auðvelt mark eftir frábæra fyrirgjöf frá Rogerio á vinstri vængnum.

Staðan hélst jöfn næsta stundarfjórðunginn eða allt þar til á 75. mínútu. Þá var Dzeko aftur á ferðinni en í þetta sinn skallaði hann góða fyrirgjöf frá Henrikh Mkhitaryan í netið.

Sassuolo tókst ekki að jafna leikinn á ný og dýrmæt stig í hús fyrir Inter sem er með 15 stig eftir 9 umferðir. Sassuolo er með 12 stig.

Sassuolo 1 - 2 Inter
0-1 Edin Dzeko ('44)
1-1 Davide Frattesi ('60)
1-2 Edin Dzeko ('75)

Í B-deildinni komu tvö Íslendingalið við sögu en enginn Íslendingur fékk að spreyta sig.

Pisa gerði markalaust jafntefli við Parma með Hjört Hermannsson á bekknum á meðan Venezia tapaði heimaleik gegn Bari.

Pisa er aðeins með sex stig eftir átta umferðir á meðan Feneyingar eru með átta stig.

Hilmir Rafn Mikaelson, Bjarki Steinn Bjarkason og Kristófer Jónsson eru samningsbundnir Venezia.

Pisa 0 - 0 Parma

Venezia 1 - 2 Bari


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner