Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   lau 08. október 2022 16:22
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Correa tryggði Atletico sigurinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid er komið upp í fjórða sæti spænsku deildarinnar eftir sigur gegn nýliðum Girona á heimavelli í dag.


Angel Correa gerði bæði mörk Atletico í leiknum, það fyrra eftir stoðsendingu frá Antoine Griezmann, en Rodrigo Riquelme minnkaði muninn fyrir gestina.

Riquelme er einnig samningsbundinn Atletico en leikur fyrir Girona á láni. Nýliðarnir eru með sjö stig eftir átta umferðir.

Almeria reif sig þá af botni deildarinnar með góðum sigri gegn Rayo Vallecano. Heimamenn í Almeria komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik og náðu gestirnir ekki að minnka muninn fyrr en alltof seint.

Almeria er með sjö stig á meðan Rayo er um miðja deild með tíu stig.

Atletico Madrid 2 - 1 Girona
1-0 Angel Correa ('5 )
2-0 Angel Correa ('48 )
2-1 Rodrigo Riquelme ('65 )

Almeria 3 - 1 Rayo Vallecano
1-0 Lucas Robertone ('8 )
2-0 Srdjan Babic ('17 )
3-0 El Bilal Toure ('39 )
3-1 Alejandro Catena ('81 )
Rautt spjald: Adri Embarba, Almeria ('87)


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
11 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner