Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 08. nóvember 2019 19:37
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Leonardo ræður ekki því sem ég segi
Mynd: Getty Images
Það er ekkert leyndarmál að draumur Kylian Mbappe hefur alltaf verið að spila fótbolta fyrir Real Madrid. Þetta veit Zinedine Zidane vel eins og komið hefur fram í fjölmiðlum og eru stjórnendur PSG óánægðir með hegðun Zidane.

Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, var ósáttur og bað Zidane um að hætta að trufla Mbappe með þessum ummælum sínum.

„Ég var bara að endurtaka það sem Kylian Mbappe sagði. Það er draumur hans að spila í hvítri treyju Real Madrid einn daginn," sagði Zidane á fréttamannafundi í dag.

„Þetta er allt sem ég sagði og ég endurtek það í dag og ég gæti endurtekið það daglega. Ég hef ekkert meira að segja um Leonardo. Hann ræður ekki því sem ég segi, ég segi það sem ég vil."

Mbappe þarf ekki að kynna fyrir lesendum en hann er aðeins tvítugur og búinn að skora 38 mörk í 36 síðustu deildarleikjum sínum með Paris Saint-Germain. Samningur hans við PSG rennur út eftir tvö og hálft ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner