Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   fös 08. desember 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England um helgina - Hart barist á öllum vígstöðum
Það er rosaleg barátta á öllum vígstöðum í ensku úrvalsdeildinni. Það er heil umferð um helgina.

Liverpool getur komist á toppinn um stund amk þegar liðið heimsækir Crystal Palace í hádeginu á morgun. Fjórir leikir eru á dagskrá klukkan 15. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Brighton.

Manchester United getur jafnað granna sína í Man City að stigum með sigri á Bournemouth. Annað kvöld er síðan viðureign Aston Villa og Arsenal sem er á toppi deildarinnar fyrir umferðina.

Á sunnudaginn eru þrír áhugaverðir leikir klukkan 14. City hefur gengið afar illa upp á síðkastið en liðið heimsækir Luton. Everton vann glæsilegan sigur á Newcastle í gær og fær Chelsea í heimsókn um helgina.

Tottenham og Newcastle eru tvö vængbrotin lið eftir leiki gærdagsins en liðin mætast í lokaleik helgarinnar.

laugardagur 9. desember
12:30 Crystal Palace - Liverpool
15:00 Brighton - Burnley
15:00 Sheffield Utd - Brentford
15:00 Man Utd - Bournemouth
15:00 Wolves - Nott. Forest
17:30 Aston Villa - Arsenal

sunnudagur 10. desember
14:00 Luton - Man City
14:00 Everton - Chelsea
14:00 Fulham - West Ham
16:30 Tottenham - Newcastle


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner