Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fös 08. desember 2023 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Livramento vill spila fyrir enska landsliðið
Mynd: Getty Images

Tino Livramento bakvörður Newcastle hefur verið að koma sterkur inn í liðið eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá Southampton í sumar.


Þessi 21 árs gamli leikmaður er fæddur á Englandi en á skoska móður og portúgalskan föður. Hann hefur ekki spilað A landsleik en hefur spilað upp alla yngri flokka enska landsliðsins.

Samkvæmt Daily Telegraph er ekkert annað sem kemur til greina hjá honum en að spila fyrir enska landsliðið í framtíðinni.

Það hafa verið vandræði með vinstri bakvarðarstöðuna í enska landsliðinu en Gareth Southgate er sagður tilbúinn að velja Livramento í næsta landsliðshóp eftir frammistöðu hans undanfarið.

Hann hefur leikið 10 leiki með Newcastle á tímabilinu og var m..a. á hægri kanti gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðasta mánuði.


Athugasemdir
banner
banner
banner