Belgíski miðjumaðurinn Romeo Lavia fékk skurð á hausinn eftir að hafa fengið olnbogaskot frá sænska vængmanninum Dejan Kulusevski í leik Tottenham og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Lavia, sem átti flottan leik hjá þeim bláu, var í baráttunni við Kulusevski þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.
Boltinn kom að Kulusevski sem teygði hendurnar út og hæfði hann Lavia með olnboganum.
Þetta gerði beint fyrir framan Anthony Taylor, dómara leiksins, en Kulusveski fékk ekki spjald fyrir brotið. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, tók enga sénsa í hálfleik og ákvað að skipta Lavia af velli.
Lavia birti mynd af sér á Instagram eftir leikinn en þar sést að leikmaðurinn fékk myndarlegan skurð fyrir aftan eyrað.
Kulusevski elbowed Lavia in front of Antony Taylor and he does nothing.
— Santos (@Santoss_CFC) December 8, 2024
Not even a yellow. pic.twitter.com/7KYlHhnGEM
???? Le coup de Kulusevski sur Roméo Lavia
— Belgium Touch ???????? (@BelgiumTouch) December 8, 2024
[ via la story Instagram de Lavia] pic.twitter.com/2Njt3I6gHj
Athugasemdir