Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. febrúar 2020 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Espanyol af botninum - Þétt botnbarátta
Mynd: Getty Images
Espanyol 1 - 0 Mallorca
1-0 Raul De Tomas ('58 )

Einum leik af fimm er lokið í spænsku La Liga. Viðureign Real Sociedad og Athletic Bilbao er hafin og er leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport 4.

Fyrsti leikur dagsins hófst klukkan 11 og sótti þá lið Mallorca lið Espanyol heim í Katalóníu. Á 11. mínútu virtist Marc Roca, leikmaður heimamanna, hafa brotið af sér inn í eigin vítateig og benti Antonio Mateu Laboz á punktinn. VAR skoðaði atvikið og tók dóminn til baka, ekkert víti.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 58. mínútu skoraði Raul De Tomas sigurmark leiksins. Sergi Darder átti fyrirgjöf djúpt inn í teig Mallorca og þar skoraði Tomas með skalla af stuttu færi. Á 78. mínútu kom Darder sér sjálfur í gott færi en Manolo Reina varði vel í marki Mallorca.

Á 91. mínútu fékk Ante Budimir fínt færi hjá gestunum en skallaði rétt framhjá. Espanyol hélt út og krækti í góð þrjú stig. Espanyol var í botnsæti deildarinnar en er nú í næstneðsta sæti. 17. -19. sæti deildarinnar eru öll með jafnmörg stig.

Leikir dagsins:
Betis 20:00 Barcelona
Celta 17:30 Sevilla
Osasuna 15:00 Real Madrid
Real Sociedad - Athletic Í gangi.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 32 25 6 1 70 22 +48 81
2 Barcelona 32 21 7 4 64 37 +27 70
3 Girona 32 21 5 6 67 40 +27 68
4 Atletico Madrid 32 19 4 9 59 38 +21 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 32 13 12 7 46 34 +12 51
7 Betis 32 12 12 8 40 38 +2 48
8 Valencia 32 13 8 11 35 34 +1 47
9 Villarreal 32 11 9 12 51 55 -4 42
10 Getafe 32 9 13 10 38 44 -6 40
11 Osasuna 32 11 6 15 37 46 -9 39
12 Sevilla 32 9 10 13 41 45 -4 37
13 Las Palmas 32 10 7 15 30 39 -9 37
14 Alaves 32 9 8 15 28 38 -10 35
15 Vallecano 32 7 13 12 27 39 -12 34
16 Mallorca 32 6 13 13 26 38 -12 31
17 Celta 32 7 10 15 37 47 -10 31
18 Cadiz 32 4 13 15 22 45 -23 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 32 1 11 20 31 64 -33 14
Athugasemdir
banner
banner