Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. maí 2022 17:37
Ívan Guðjón Baldursson
Haaland búinn að standast læknisskoðun
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að Erling Braut Haaland sé búinn að standast læknisskoðun hjá Manchester City.


Haaland verður nýjasta viðbótin við stjörnum prýtt lið City sem hefur vantað mann til að leiða sóknarlínuna sína síðan Sergio Agüero tók að eldast. 

Gabriel Jesus átti að vera lausnin en hann hefur ekki verið nægilega öflugur og því verður Haaland kynntur til sögunnar.

City borgar rúmlega 60 milljónir evra fyrir norska sóknarmanninn og var umtalað fyrir skiptin að hann yrði langlaunahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Romano segir það ekki vera rétt, Haaland mun vera launahæstur hjá City ásamt Kevin De Bruyne. Þeir fá 375 þúsund pund í vikulaun, eða um 440 þúsund evrur, fyrir skatt.

Haaland skrifar undir fimm ára samning til 2027 og hefur krafist þess að tilkynnt verði um félagaskiptin í þessari viku. Hvers vegna? TIl að geta kvatt stuðningsmenn Dortmund almennilega.

Markamaskínan Haaland er búinn að skora 85 mörk og leggja upp 23 í 88 leikjum með Dortmund. Ótrúlegar tölur. Þar að auki á hann 15 mörk í 17 landsleikjum með Noregi.


Athugasemdir
banner
banner