Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   sun 09. júní 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Eiginkona þjálfara Hollands glímir við krabbamein
Icelandair
Bartina, eiginkona Ronald Koeman landsliðsþjálfara Hollands, hefur greint frá því að hún sé að berjast við krabbamein. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á starf eiginmanns síns sem er að búa sig undir EM í Þýskalandi.

Bartina sigraðist á krabbameini fyrir tíu árum en hefur nú sagt frá því að hafa nú greinst með krabbamein í brjósti.

„Brjóstakrabbameinið er komið aftur. Ég vil vera opin með það því þá gæti ég hjálpað öðrum konum sem eru í svipaðri baráttu," segir Bartina.

„Á þriggja til fjögurra vikna fresti þarf ég að vera í meðferð í Amsterdam en ég er sterk kona og get höndlað þetta."

„Ég vona að Holland verði meistari í sumar. Ronald elskar starfið sitt."

Holland leikur vináttulandsleik gegn Íslandi í Rotterdam á morgun en það er síðasti leikur Hollendinga fyrir EM í Þýskalandi. Holland er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli.
Athugasemdir