Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 09. júní 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Shaw um meiðslin: Þetta er eiginlega öllum að kenna
Luke Shaw
Luke Shaw
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir hann og læknisteymið United bera sök í því að hann hafi verið mikið frá síðustu mánuði.

Shaw, sem var valinn í enska landsliðið fyrir Evrópumótið, hefur ekkert spilað síðan í febrúar og kom því á óvart að hann hafi verið kallaður inn í hópinn.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli aftan í læri, en líklegast mun hann missa af fyrsta leik Evrópumótsins gegn Serbíu.

Englendingurinn var spurður út í meiðslin og þá gagnrýni að hann hafi tekið landsliðið fram yfir United, til þess að auka líkurnar á að vera klár fyrir EM.

Shaw spilaði gegn Aston Villa í febrúar en var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla. Hann spilaði síðan gegn Luton í næsta leik og ekki spilað síðan.

„Þetta er eiginlega öllum að kenna. Ég á að hluta til sök og sömuleiðis læknisteymið. Ég held að allir myndu viðurkenna það.“

„Ég fann eitthvað gegn Aston Villa og fór af velli í hálfleik. Það var ekki margt að sjá úr myndatökunni, en ég æfði ekki alla vikuna og tók síðan síðustu æfingu fyrir leik.

„Ef stjórinn biður mig um að spila þá er ég aldrei að fara segja nei, en ég hefði samt ekki átt að spila,“
sagði Shaw.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner