Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   sun 09. ágúst 2020 17:00
Aksentije Milisic
De Ligt í aðgerð - Snýr aftur í nóvember
Matthijs de Ligt, varnarmaður Juventus, þarf að fara í aðgerð á öxl og verður ekki klár í slaginn fyrr en í nóvember mánuði.

Hollendingurinn fór úr axlarlið í fyrra og hefur hann verið í vandræðum með öxlina á sínu fyrsta tímabili hjá ítalska stórliðinu. Hann kom frá Ajax á 75 milljónir punda.

De Ligt þarf því að fara undir hnífinn og mun hann vera frá vellinum í um þrjá mánuði. De Ligt spilaði allan leikinn þegar Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu gegn Lyon í fyrradag. Hann tjáði sig um meiðslin eftir þann leik.

„Ég þarf núna að fara í aðgerð á öxlinni. Þetta þarf að gerast. Ég er svekktur því við erum dottnir úr keppni en núna þarf ég að fara í aðgerð og einbeita mér svo að endurhæfingunni."

Maurizio Sarri var rekinn frá Juventus eftir leikinn gegn Lyon og Andrea Pirlo hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner