De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 09. ágúst 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona hefur sent fyrirspurnir á Tottenham
Í leik með Man Utd á síðasta tímabili.
Í leik með Man Utd á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Sky Sports fjallar um það í dag að Barcelona hefur sent Tottenham fyrirspurnir varðandi möguleikann á því að fá Sergio Reguilon til Katalóníu.

Vinstri bakvörðurinn er ekki í stóru hlutverki hjá Spurs og var hann á láni hjá Manchester United og Brentford á síðasta tímabili.

Hann á einungis eitt ár eftir af samningnum og Barca hefur áhuga á því að fá hann í sínar raðir.

Tottenham er tilbúið að selja Spánverjann, hann er ekki í plönum Ange Postecoglu.

Hann er 27 ára og kom til Tottenham frá Real Madrid árið 2020.
Athugasemdir
banner