Miðjumaðurinn Steven Nzonzi er kominn aftur til Stoke City eftir tíu ára fjarveru úr enska boltanum.
Nzonzi var algjör lykilmaður í liði Stoke frá 2012 til 2015 og var svo keyptur til Sevilla á Spáni. Hann átti eftir að leika fyrir AS Roma, Galatasaray, Rennes, Al-Rayyan og Konyaspor meðal annars á ferli sínum.
Hann var síðast á mála hjá Sepahan í Íran og kemur til Stoke á frjálsri sölu. Nzonzi er 36 ára gamall og fær aftur að klæðast treyju númer 15 hjá félaginu.
Nzonzi hefur verið að æfa með Stoke undanfarnar vikur og tókst að hrífa þjálfarateymi liðsins.
Nzonzi var partur af franska landsliðinu sem vann HM 2018 en hann lék í heildina 20 A-landsleiki fyrir þjóð sína.
Hann spilaði 120 leiki fyrir Stoke yfir þriggja ára tímabil og missti einungis af fimm úrvalsdeildarleikjum á dvöl sinni hjá félaginu.
No introductions needed.
— Stoke City FC (@stokecity) August 8, 2025
Welcome back, Steven Nzonzi ??????
Athugasemdir