Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   lau 09. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vangoldnu launin hjá Sheffield hafa verið greidd
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er allt í rugli hjá Sheffield Wednesday í Championship deildinni á Englandi þar sem félagið virðist vera á barmi gjaldþrots.

Leikmenn og starfsmenn fóru í verkfall á dögunum vegna vangoldinna launa og mættu ekki til leiks í æfingaleik gegn Burnley.

Sky Sports greinir frá því að eina ástæðan fyrir því að Sheffield gat borgað starfsfólki sínu launin vangoldnu sé árleg samstöðugreiðsla úr ensku úrvalsdeildinni. Enska deildin gefur Championship félögum peninga á hverju ári til að hjálpa við rekstur félaganna sem fá annars ekki bita af úrvalsdeildarkökunni risastóru.

Dejphon Chansiri eigandi Sheffield hefur verið í miklu basli með að reka félagið á síðustu árum og hefur það núna verið sett í viðskiptabann sem gildir allt þar til í júní 2027.

Hann er ósáttur með stuðningsmenn félagsins sem hann telur vera vanþakkláta gagnvart sér og sínu starfi í þágu Sheffield Wednesday.

Sheffield mætir Leicester City í opnunarleik nýs tímabils í Championship deildinni.

   05.08.2025 17:00
Leikmennirnir hyggjast mæta í leikinn

Athugasemdir
banner
banner