Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   lau 09. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vlachodimos á leið til Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gríski landsliðsmarkvörðurinn Odysseas Vlachodimos er á leið til Sevilla á lánssamningi frá Newcastle United.

Vlachodimos er 31 árs gamall og var dýrasti markvörður í sögu Newcastle þegar félagið keypti hann fyrir 20 milljónir punda í fyrrasumar.

Hann var þó ekki keyptur til að spila fyrir félagið, heldur sem partur af félagaskiptum Elliot Anderson sem fór hina leiðina. Þetta var gert til að komast hjá háttvísisreglum ensku úrvalsdeildarinnar.

Vlachodimos lék 7 leiki á dvöl sinni hjá Forest og lék svo einn leik fyrir Newcastle á síðustu leiktíð, en þar áður var hann fastamaður í byrjunarliðinu hjá Benfica. Hann spilaði 224 leiki á fimm árum hjá portúgalska stórveldinu.

Sky Sports er meðal miðla sem greina frá þessu og segir að Vlachodimos klári læknisskoðun í dag.

Hjá Sevilla mun hann berjast við norska landsliðsmarkvörðinn Örjan Nyland og Spánverjann Álvaro Fernández um markmannsstöðuna.

Samningsmál Vlachodimos eru óljós þar sem enskir fjölmiðlar eru ósammála um samningslengdina sem hann samþykkti hjá Newcastle. Einhverjir segja hann vera með samning sem gildir til 2029 en aðrir segja að samningurinn renni strax út næsta sumar.
Athugasemdir
banner