Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 09. september 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Flott fótboltalið og harðir einstaklingar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég býst við hörðum leik," sagði Ari Freyr Skúlason, besti leikmaður Íslands gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag, í viðtali eftir leikinn. Hann var þá spurður út í verðandi andstæðing Íslands í undankeppni EM 2020, Albaníu.

Íslenska liðið kom til Tirana, höfuðborgar Albaníu, í gærkvöldi og framundan er leikur gegn heimamönnum á morgun.

Ísland vann 3-0 gegn Moldóvu á heimavelli um liðna helgi, en búast má við erfiðari leik á morgun.

„Þetta er flott fótboltalið og harðir einstaklingar. Ég held að þetta verði hörkuleikur."

„Ef við komum vel gíraðir í þetta og gerum það sem við erum vanir að gera, þá sé ég góðan möguleika að taka þrjú stig."

Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
Ari Freyr: Skil ekki afhverju það var ekki uppselt
Athugasemdir
banner
banner
banner