Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 09. september 2019 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kalvin Phillips framlengir við Leeds
Kalvin Phillips er búinn að framlengja samning sinn við Leeds til sumarsins 2024. Þetta eru frábærar fregnir fyrir félagið enda sýndu úrvalsdeildarliðin Burnley og Aston Villa honum áhuga í sumar.

Phillips er 23 ára miðjumaður sem vann sér inn byrjunarliðssæti hjá Leeds fyrir þremur árum. Hann hefur spilað 145 leiki fyrir félagið.

Leeds hefur verið í harðri baráttu um að komast aftur í ensku úrvalsdeildina undanfarin misseri en núna virðist loks vera komið að því.

Marcelo Bielsa er búinn að móta hópinn að sinni hugmyndafræði og er Leeds með 13 stig eftir 6 fyrstu umferðirnar. Liðið tapaði óvænt gegn Swansea í síðustu umferð, þar áður hafði liðið unnið fjóra og gert eitt jafntefli.
Athugasemdir
banner