PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   mán 09. september 2024 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Einkunnir Íslands: Ekki nógu gott í Tyrklandi
Icelandair
Vont tap í Tyrklandi.
Vont tap í Tyrklandi.
Mynd: Getty Images
Ísland fagnar marki sínu í leiknum.
Ísland fagnar marki sínu í leiknum.
Mynd: Getty Images
Kerem Akturkoglu fór illa með okkur.
Kerem Akturkoglu fór illa með okkur.
Mynd: Getty Images
Ísland þurfti að sætta sig við svekkjandi tap gegn Tyrklandi í Þjóðadeildnni í kvöld. Lokatölur voru 3-1.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Tyrkland 3 -  1 Ísland

Hákon Rafn Valdimarsson - 6
Gat ekki gert betur í mörkunum. Kannski í fyrra markinu en það var hnitmiðað skot. Greip vel inn á köflum.

Guðlaugur Victor Pálsson - 5
Skoraði gott mark en var of passífur í öðru marki Tyrkja. Missti af manninum sínum þar og var í svolitlum vandræðum með Kerem Akturkoglu, besta mann vallarins.

Hjörtur Hermannsson - 5
Var duglegur að henda sér fyrir skot og koma sér inn í sendingar. Seinn í þriðja markinu.

Daníel Leó Grétarsson - 4
Hefði getað litið betur út í fyrsta markinu og í þriðja markinu. Svolítið óöruggur á köflum.

Kolbeinn Birgir Finnsson - 4
Lenti stundum í vandræðum varnarlega og það kom lítið frá honum sóknarlega. Seinn að skila sér í þriðja markinu.

MIkael Neville Anderson - 7
Gerði frábærlega í að vinna hornspyrnuna og lék mjög vel í fyrri hálfleiknum. Atast mikið í andstæðingnum og algjör vinnuhestur. Hefði hann getað verið lengur inn á?

Stefán Teitur Þórðarson - 7 (Besti maður Íslands)
Skagamaðurinn var frábær í leiknum gegn Svartfjallalandi og fínn í kvöld. Lætin í Tyrklandi virtust ekki trufla hann mikið.

Jóhann Berg Guðmundsson - 6
Tapaði boltanum klaufalega í fyrra marki Tyrkland en átti svo mjög góða hornspyrnu sem skilaði marki. Hljóp allan tímann og gaf allt sitt í þetta.

Jón Dagur Þorsteinsson - 5
Náði ekki alveg takti í þessum leik eftir að hafa leikið mjög vel gegn Svartfjallalandi. Gaf sig samt allan í verkefnið og hljóp mikið.

Gylfi Þór Sigurðsson - 5
Það sama með Gylfa og Jón Dag, komst ekki alveg í takt í leiknum. Átti eina skottilraun sem leit býsna vel út en hún fór beint í varnarmann. Hefði mátt komast meira í boltann í hættulegum stöðum.

Andri Lucas Guðjohnsen - 5
Átti góð augnablik en lokaútkoman var ekki nægilega góð. Átti að gera betur á síðasta þriðjungi.

Varamenn:
Willum Þór Willumsson - 5
Valgeir Lunddal Friðriksson - 6
Orri Steinn Óskarsson - 5
Arnór Ingvi Traustason - 5
Athugasemdir
banner