Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 09. október 2022 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Antony fyrstur til að skora í þremur fyrstu deildarleikjunum
Mynd: EPA

Brasilíski kantmaðurinn Antony skoraði jöfnunarmark Manchester United sem er að spila við Everton í ensku úrvalsdeildinni.


Hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn til að skora í þremur fyrstu deildarleikjum sínum með Man Utd en hann skoraði einnig í stórleikjunum gegn Manchester City og Arsenal.

Þrátt fyrir góða markaskorun í úrvalsdeildinni er Antony búinn að spila þrjá leiki í Evrópudeildinni án þess að skora eða leggja upp mark.

Man Utd er með eins marks forystu þegar rétt rúmar tíu mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.


Athugasemdir
banner