Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 09. október 2022 15:48
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta glutraði niður tveggja marka forystu
Ademola Lookman skoraði fyrir Atalanta en það dugði ekki í dag
Ademola Lookman skoraði fyrir Atalanta en það dugði ekki í dag
Mynd: EPA
Atalanta er á toppnum í Seríu A þrátt fyrir að hafa glutrað niður tveggja marka forystu í 2-2 jafnteflinu gegn Udinese í dag.

Englendingurinn Ademola Lookman heldur áfram að gera gott mót á Ítalíu en hann kom Atalanta í 1-0 á 36. mínútu. Hann er því með 3 mörk og 3 stoðsendingar í fyrstu níu leikjum sínum í deildinni.

Luis Muriel tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Udinese hefur þó verið í allt öðrum gír í Seríu A en síðustu ár. Það er mikill karakter í liðinu og það sýndi sig með tveimur mörkum á níu mínútum.

Gerard Deulofeu minnkaði muninn áður en Nehuen Perez jafnaði metin. Liðin deildu því stigunum í dag en Atalanta er á toppnum með 21 stig á meðan Udinese er í 3. sæti með 20 stig.

Mikael Egill Ellertsson spilaði tíu mínútur í 2-0 tapi Spezia fyrir nýliðum Monza og þá vann Salernitana 2-1 sigur á Hellas Verona þar sem Boulaye Dia skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Úrslit og markaskorarar:

Salernitana 2 - 1 Verona
1-0 Krzysztof Piatek ('18 )
1-1 Fabio Depaoli ('56 )
2-1 Boulaye Dia ('90 )
Rautt spjald: Ivan Radovanovic, Salernitana ('90)

Torino 1 - 1 Empoli
0-1 Mattia Destro ('49 )
1-1 Sasa Lukic ('90 )

Udinese 2 - 2 Atalanta
0-1 Ademola Lookman ('36 )
0-2 Luis Muriel ('56 , víti)
1-2 Gerard Deulofeu ('67 )
2-2 Nehuen Perez ('78 )

Monza 2 - 0 Spezia
1-0 Carlos Augusto ('32 )
2-0 Pablo Mari ('63 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner