Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 09. október 2022 15:45
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu markið: Martinelli skoraði eftir 58 sekúndur
Gabriel Martinelli kemur Arsenal yfir
Gabriel Martinelli kemur Arsenal yfir
Mynd: EPA
Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, er búinn að koma liðinu í 1-0 gegn Liverpool á Emirates-leikvanginum, en það tók hann aðeins 58 sekúndur til að skora.

Bukayo Saka fékk boltann hægra megin og ætlaði að koma boltanum á fremsta mann, en boltinn fór af varnarmanni og til Martin Ödegaard.

Norski sóknartengiliðurinn stakk honum inn fyrir á Gabriel Martinelli sem setti boltann framhjá Alisson og í netið.

Ekki tók þetta langan tíma og Arsenal komið í forystu. Markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner