Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. nóvember 2019 21:23
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ari Freyr skoraði í jafntefli - Samúel í tapliði
Ari Freyr Skúlason var á skotskónum í kvöld.
Ari Freyr Skúlason var á skotskónum í kvöld.
Mynd: Eyþór Árnason
Tveir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, Samúel Kári í Noregi og Ari Freyr í Belgíu.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn þegar lið hans Oostende
gerði jafntefli við Royal Excel í belgísku úrvalsdeildinni, 2-2. Ari Freyr skoraði markið úr vítaspyrnu á 76. mínútu og náði þar með forystunni fyrir sitt lið, gestirnir jöfnuðu undir lok leiksins.

Hann er í landsliðshópnum sem mætir Tyrklandi og Moldóvu í landsleikjahléinu sem framundan er. Oostende er í 14. sæti deildarinnar af 16.

Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn þegar lið hans Viking í Noregi tapaði naumlega gegn Haugesund, 1-0. Samúel er í landsliðshópnum líkt og Ari.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner