Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. nóvember 2019 12:47
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal ekki skorað svona lítið síðan 1995
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Arsenal eru að verða þreyttir á Unai Emery. Gengi félagsins hefur ekki verið betra undir hans stjórn heldur en það var undir lok stjónartíðar Arsene Wenger.

Tölfræðin er með stuðningsmönnum í þessum efnum þar sem stigafjöldi Arsenal undir stjórn Emery er afar svipaður og stigafjöldinn undir stjórn Wenger á síðustu 18 mánuðum hans við stjórnvölinn.

Ný tölfræði hefur sprottið upp sem sýnir fram á hversu illa Arsenal gengur í sóknarleiknum. Liðið er aðeins búið að skora 16 mörk í 11 fyrstu deildarleikjum tímabilsins, eða 1,45 mark á leik.

Þetta er versta markahlutfall á leik síðan Bruce Rioch var við stjórnvölinn tímabilið 1995-96. Versta hlutfall undir stjórn Wenger kom tímabilið 1998-99, þegar Arsenal skoraði 1,55 mark á leik.

Eins og staðan er í dag er Pierre-Emerick Aubameyang sá eini sem er að raða inn mörkunum fyrir Arsenal. Brasilíski miðvörðurinn David Luiz er næstmarkahæsti maður liðsins í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner