lau 09. nóvember 2019 13:59
Ívan Guðjón Baldursson
Halden tapaði í umspilinu - Rúrik í sigurliði
Mynd: Getty Images
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúrik Gíslason spilaði fyrstu 78 mínúturnar í 2-2 jafntefli Sandhausen gegn Greuther Furth í þýsku B-deildinni í dag.

Sandhausen var á heimavelli og lenti tvisvar undir en í bæði skiptin náði Kevin Behrens að jafna leikinn.

Sandhausen var betri aðilinn allan tímann og tókst að pota inn sigurmarki undir lokin. Aziz Bouhaddouz, sem hafði komið inn af bekknum 40 mínútum fyrr, kom knettinum í netið á síðustu sekúndum uppbótartímans.

Afar mikilvægur sigur fyrir Rúrik og félaga sem eru með 17 stig eftir 13 umferðir.

Sandhausen 2 - 2 Greuther Furth
0-1 J. Green ('13)
1-1 Kevin Behrens ('45, víti)
1-2 B. Hrgota ('52)
2-2 Kevin Behrens ('64)

Viðar Örn Kjartansson lék þá allan leikinn í fremstu víglínu hjá Rubin Kazan en tókst ekki að skora í 0-1 tapi gegn Dynamo frá Moskvu.

Þetta var slæmt tap í fallbaráttunni. Rubin er í fallsvæðinu, með 17 stig eftir 16 umferðir. Viðar Örn hefur ekki fundið taktinn hjá Rubin, hann þarf að fara að komast í gang og tryggja sæti sinna manna í deildinni.

Rubin Kazan 0 - 1 Dynamo Moskva
0-1 S. Szymanski ('23)
Rautt spjald: A. Zuev, Rubin Kazan ('45)
Rautt spjald: I. Ordets, Dynamo ('66)

Að lokum var Dagur Dan Þórhallsson í liði Halden sem tapaði fyrir Asane í umspilsbaráttunni um að komast upp um deild.

Halden reyndi að komast upp úr C-deildinni og fékk Asane í undanúrslitum umspilsins. Fyrri leikurinn tapaðist 2-0 á útivelli og þeim síðari lauk með 1-2 tapi heima.

Halden 1 - 2 Asane
0-1 J. Hammersland ('5)
1-1 K. Krans ('48)
1-2 J. Hammersland ('74)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner