Elche 1 - 1 Real Sociedad
1-0 Alvaro Rodriguez ('57 )
1-1 Mikel Oyarzabal ('89 , víti)
1-0 Alvaro Rodriguez ('57 )
1-1 Mikel Oyarzabal ('89 , víti)
Mikel Oyarzabal var bjargvættur Real Sociedad á útivelli gegn Elche í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Staðan var markalaus í hálfleik en Elche tók forystuna þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum.
Sociedad ætluðu ekki tómhentir heim og þeim tókst að taka stigið úr leiknum þar sem Oyarzabal jafnaði úr víti þegar lítið var eftir.
Orri Steinn Óskarsson er á mála hjá Real Sociedad en hann er frá vegna meiðsla. Sociedad hefur ekki gengið nægilega vel í fjarveru Orra en liðið er í 14. sæti La Liga. Elche er í níunda sæti deildarinnar.
Athugasemdir




