Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 09. desember 2023 16:10
Aksentije Milisic
Stærstu félög Englands fylgjast með Openda
Mynd: EPA

Chelsea, Newcastle United, Manchester City, Arsenal og Manchester United eru öll að fylgjast grannt með gangi mála hjá Lois Openda, leikmanni RB Leipzig í Þýskalandi.


Openda hefur átt gott tímabil en hann er frá Belgíu og spilar sem sóknarmaður. Hann gerði tvennu gegn Manchester City á Eithad vellinum í Meistaradeild Evrópu á dögunum.

Hann er 23 ára gamall en Leipzig fékk hann frá Lens fyrir þetta tímabil. Í Frakklandi skoraði hann 21 mark í 38 leikjum.

Leipzig mætir Dortmund á útivelli í dag í þýska boltanum en liðið er í fjórða sæti deildarinnar, níu stigum á eftir toppliði Bayer Leverkusen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner