Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. febrúar 2020 09:21
Magnús Már Einarsson
Kai Havertz efstur á óskalista Liverpool
Powerade
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Onana er orðaður við Chelsea.
Onana er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Þó ennþá sé langt í sumarið þá eru slúðurblöðin með nóg af góðum kjaftasögum.



Bayern Munchen er að undirbúa 75 milljóna punda tilboð í Roberto Firmino (28) framherja Liverpool. Bayern vill einnig fá Leroy Sane (24) kantmann Manchester City. (Sun)

Paul Pogba (26) ætlar að komast burt frá Manchester United í sumar en hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. (Manchester Evening News)

Manchester United mun ekki ná að krækja í James Maddison (23) en hann er að gera nýjan samning við Leicester. (Express)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur sett Kai Havertz (20) miðjumann Bayer Leverkusen efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. (Express)

Klopp er að íhuga að fá Philippe Coutinho (27) aftur til Liverpool. Coutinho er í dag í láni hjá Bayern Munchen frá Barcelona. (Star)

Jorginho (28) miðjumaður Chelsea hefur áhuga á að vinna á ný með Maurizio Sarri hjá Juventus. (Mail)

Andre Onana (23) markvörður Ajax er á leið til Chelsea á 34 milljónir punda í sumar þrátt fyrir áhuga frá PSG. (Caught Offside)

Manchester United vonast til að fá Declan Rice (21) miðjumann West Ham eftir að David Moyes stjóri Hamranna sagði að leikmaðurinn verði mögulega seldur í sumar. (Manchester Evening News)

Kalidou Koulibaly (28) varnarmaður Napoli er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á 127 milljónir punda. Koulibaly hefur verið orðaður við Manchester United. (Mirror)

Joshua King (28) framherji Bournemouth segir að það hefði verið draumur að ganga í raðir Manchester United. (Manchester Evening News)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, mætti á leik RB Leipzig og Bayern Munchen í gær til að skoða Leipzig fyrir komandi leiki í Meistaradeildinni. (Evening Standard)

Djibril Sidibe (27) segist vera mjög ánægður hjá Everton en félagið er að meta hvort það eigi að kaupa hann frá Mónakó þegar lánssamningur hans rennur út í sumar. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner