Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. mars 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn stuðningsmaður á Mestalla
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Valencia og Atalanta. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Atalanta vann fyrri leikinn og er staðan 1-1 núna á Mestalla. Staðan er því 5-2 samanlagt.

Leikurinn fer fram fyrir luktum dyrum til að minnka smithættu vegna kórónuveirunnar.

Einn áhorfandi er á vellinum og það er hann Vicente Navarro. Hann var harður stuðningsmaður Valencia sem missti sjónina árið 1985. Hann hélt áfram að mæta á alla leiki þrátt fyrir sjónleysið, þangað til hann lést árið 2016.

Eftir að hann lést var reist af honum stytta í sætinu sem hann sat alltaf í þegar hann mætti á leiki Valencia. Hann er því eini stuðningsmaðurinn á vellinum í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner