Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 10. mars 2020 13:50
Elvar Geir Magnússon
Guardiola býst við áhorfendabanni á Englandi
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, býst við því að bráðlega verði leikið fyrir luktum dyrum í enska boltanum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

„Á Spáni er farið að leika án áhorfenda og það hefur þegar gerst á Ítalíu. Ég held að það muni líka gerast hér," segir Guardiola.

„Virkar fótbolti án áhorfenda? Það gengur ekki upp að áhorfendur geti ekki mætt á leiki. Ég myndi ekki vilja spila án þeirra. En það er heilsa fólks sem gengur fyrir og við förum eftir leiðbeiningum."

Guardiola vill frekar að leikjum sé frestað en þeir spilaðir án áhorfenda. Hann var spurður að því hvort hann hefði þjálfað fyrir framan tómar stúkur?

„Þegar ég var lítill strákur í skólanum."

Manchester City er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið fær Arsenal í heimsókn á morgun. Kevin De Bruyne er tæpur fyrir leikinn, hann hefur verið að æfa en óvíst er hvort hann verði leikfær. Guardiola segir að Sergio Aguero sé í lagi en hann meiddist smávægilega í tapinu gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner