Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 10. apríl 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Guðmunds: Menn eru skíthræddir við mig
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi og hér á Fótbolta.net.
Tryggvi hefur unnið sem sérfræðingur í sjónvarpi og hér á Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla, var gestur í þættinum Sportið í kvöld á Stöð 2 Sport í gærkvöldi og fór hann yfir ferilinn með Ríkharði Óskari Guðnasyni, Rikka G.

Tryggvi á glæstan feril sem leikmaður. Hann spilaði með ÍBV, KR, FH og Fylki í efstu deild hér á landi. Þá lék hann einnig sem atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð og með Stoke City á Englandi. Ásamt því spilaði Tryggvi 42 A-landsleiki og skoraði í þeim 12 mörk.

Þessi magnaði markaskorari, sem var oftar en ekki mættur á fjærstöngina til að klára færi, lenti þó stundum í vandræðum utan vallar. Rikki rifjaði upp þegar Tryggvi var settur í agabann er hann var leikmaður Stabæk. Það agabann tengdist áfengi.

„Þarna spilum við í Tromsö á móti mínum gömlu félögum á miðvikudegi að mig minnir. Svo er flug morguninn eftir til Osló og þá er ég þreyttur. Það var fundur með þjálfara og tekin sú ákvörðun að ég myndi hvíla næsta leik sem var á sunnudegi gegn Valerenga."

Árið 2015 var Tryggvi rekinn úr starfi sínu sem aðstoðarþjálfari ÍBV eftir að hafa mætt undir áhrifum áfengis á æfingu.

„Þetta evar auðvitað bara bömmer, er það ekki bara orðið? Það er bara eins og það er," segir Tryggvi.

Varðandi eftirsjá frá ferlinum þá segist Tryggvi sjá eftir „allri vitleysunni" utan vallar en það hafi líka verið erfitt að missa af því að fara til félags í þýsku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Það hafi ekki gerst á endanum út af meiðslum sem héldu honum frá keppni í eitt ár.

Tryggvi var þjálfari Vængja Júpiters í 3. deildinni í fyrra og undir hans stjórn endaði liðið í fjórða sæti. Hann hefur ekki verið að sækja um þjálfarastörf í vetur.

„Ég hef ekki verið að sækja um. Það er ekki sérstök ástæða fyrir því, ég hef sagt að ég er tilbúinn að skoða allt ef einhver hefur áhuga á að fá mig. Ég er með þennan bakgrunn og þessa sögu þannig að menn eru skíthræddir við mig."

„Ég ætla ekki að fara að auglýsa mig hérna. Ég hafði mjög gaman af því að vera með Vængi Júpiters, en það var ákveðið að fara í aðra átt þar. Við unnum alla okkar útileiki og við enduðum með 47 stig, sem hefði venjulega átt að skila okkur upp. Þetta var skemmtilegt," sagði Tryggvi sem hefur einnig verið að vinna í kringum fótbolta síðustu ár, þar á meðal sem sérfræðingur hér á Fótbolta.net.

„Ég hef auðvitað gaman að fótbolta, annað væri skrítið," sagði þessi mikli markahrókur, en hann segist vera edrú í dag.

Sjá einnig:
Draumalið Tryggva Guðmundssonar
Tryggvi telur að markametið verði ekki bætt
Athugasemdir
banner
banner
banner