Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. apríl 2021 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn vanmetni Benzema skoraði með hælnum í El Clasico
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi stærsti leikur tímabilsins á Spáni. Erkifjendurnir Real Madrid og Barcelona eigast við á æfingasvæði Madrídinga. Ekki er hægt að spila á Santiago Bernabeu þar sem viðgerðir eru í gangi þar.

Real Madrid hefur bara haldið áfram þar sem frá var horfið í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni í miðri viku.

Staðan er 2-0 fyrir Real þegar þessi frétt er skrifuð en það er rúmur hálftími liðinn af leiknum.

Karim Benzema er einhver vantmetnasti sóknarmaður síðustu 10-15 ára. Hann skoraði fyrsta markið í leiknum og var það stórglæsilegt hjá honum. Hann skoraði með hælnum en markið er hægt að sjá með því að hérna.

Toni Kroos gerði annað mark Real Madrid beint úr aukaspyrnu. Það mark má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner