Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   lau 10. maí 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti líklegastur til að taka við Brasilíu
Mynd: Af netinu
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn goðsagnakenndi Carlo Ancelotti er að öllum líkindum að hætta með Real Madrid þegar deildartímabilinu lýkur.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá því að Real Madrid muni tilkynna þessi áform eftir El Clásico viðureignina mikilvægu um helgina. Þar tekur Barcelona á móti Real Madrid í gríðarlega mikilvægum slag sem gæti farið langleiðina með að ráða úrslitum í titilbaráttunni á Spáni.

Ancelotti er samningsbundinn Real til 2026 en samkvæmt Romano hefur hann samið friðsamlega um starfslok án þess að fara fram á stóra greiðslu.

Ancelotti verður því kvaddur eins og goðsögn sæmir áður en Xabi Alonso tekur við stjórnartaumunum.

Næsta skref hjá Ancelotti er að öllum líkindum að taka við brasilíska landsliðinu sem hefur verið án þjálfara síðan Dorival Júnior var rekinn í lok mars.

Ancelotti hafði áður gert munnlegt samkomulag um að taka við Brasilíu fyrir HM 2026 og er brasilíska fótboltasambandið gríðarlega spennt fyrir Ancelotti, sem á í mjög góðum samskiptum við stóran hluta brasilíska landsliðsins. Hann þekkir leikmenn á borð við Rodrygo Goes, Vinícius Júnior, Eder Militao og Endrick mjög vel eftir tíma þeirra saman hjá Real Madrid.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner