De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   fös 10. júní 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkasta lið 8. umferðar - Katrín í fjórða sinn
Katrín hefur verið frábær í sumar.
Katrín hefur verið frábær í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha hefur leikið mjög vel á tímabilinu.
Natasha hefur leikið mjög vel á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Murphy Agnew.
Murphy Agnew.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er Steypustöðin sem færir þér úrvalslið hverrar umferðar í Bestu deild kvenna. Núna er komið að úrvalsliði áttundu umferðar.

Aðra umferðina í röð er Kristján Guðmundsson þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Stjörnunni í stórsigri gegn Þór/KA, 5-0. Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar og er eiga mjög flott mót hingað til.

Katrín Ásbjörnsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, er sú fyrsta sem er í úrvalsliðinu í fjórða sinn í sumar. Betsy Hassett og Arna Dís Arnþórsdóttir, liðsfélagar hennar í Stjörnunni, eru líka í liðinu að þessu sinni.



Þá eiga Breiðablik, Þróttur og Valur öll tvö fulltrúa í liði áttundu umferðar.

Natasha Moraa Anasi er í þriðja sinn í liðinu og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er öðru sinni. Þær voru bestar á vellinum í sigri Breiðablik gegn Selfossi. Tiffany Sornpao, markvörður Selfoss, er einnig í liðinu en hún kom í veg fyrir að mörk Blika yrðu fleiri.

Ásdís Karen Halldórsdóttir og Ída Marín Hermannsdóttir voru mjög góðar í stórsigri Vals gegn Aftureldingu og þá voru Katla Tryggvadóttir og Murphy Agnew bestar í sigri Þróttar gegn KR.

Að lokum kemst Olga Sevcova í úrvalsliðið í annað sinn í sumar eftir sína geggjuðu frammistöðu í sigri ÍBV gegn Keflavík.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 1. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Athugasemdir