Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 19:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne aftur að meiðast í úrslitum Meistaradeildarinnar
Mynd: EPA

Það er markalaust í hálfleik í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Manchester City og Inter eigast við.


City varð fyrir gríðarlegu áfalli þegar Kevin de Bruyne neyddist til að fara af velli.

Hann meiddist eftir um hálftíma leik en meiðslin virðast vera aftan í læri. Phil Foden kom inn á sem varamaður í hans stað.

Úrslitaleikir Meistaradeildarinnar hafa reynst De Bruyne erfiðir en hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla í 1-0 tapi liðsins gegn Chelsea árið 2021.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner