Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. júlí 2019 08:32
Magnús Már Einarsson
Solskjær ver Pogba: Herferð í gangi gegn honum
Engin tilboð borist
Solskjær og Pogba ræða málin.
Solskjær og Pogba ræða málin.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur komið franska miðjumanninum Paul Pogba til varnar en hann segir að fjölmiðlar séu i herferð gegn honum.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur sagt að leikmaðurinn vilji fara en hann hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid og Juventus.

Solskjær sat fyrir svörum á fréttamannafundi í æfingabúðum United í Ástralíu í dag en þar sagði hann ekkert tilboð hafa komið í Pogba.

Í gær flaug myndband á fréttamiðlum úr æfingaferð United þar sem Pogba og Jesse Lingard voru sagðir í rifrildi.

„Þetta er herferð gegn Paul. Hann er frábær atvinnumaður, það eru aldrei vandamál í kringum hann og hann er með hjarta úr gulli," sagði Solskjær.

„Það var málað upp sem rifrildi þegar Jesse og Paul voru að spjalla saman í göngutúr í gær. Ég veit að þið (fjölmiðlar) eruð hér til að selja fréttir en allir leikmenn eru atvinnumenn."

„Paul setur sjáfan sig aldrei framar en liðið. Hann gerir alltaf sitt besta og ég get ekki talað um það hvað umboðsmenn eru alltaf að segja."

„Ég get ekki setið hér og talað um Paul og það sem umboðsmenn segja. Hann á nokkur ár eftir af samningi og hann hefur staðið sig frábærlega."


„Við erum Man United og við þurfum ekki að selja leikmenn okkar. Við höfum ekki fengið tilboð í leikmenn."
Athugasemdir
banner
banner