Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 10. júlí 2019 21:04
Ester Ósk Árnadóttir
Þórhallur: Slátrun frá upphafi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður getur í raun ekki sagt neitt eftir svona tap. Þetta var bara slátrun frá upphafi og við áttum ekki breik," sagði Þórhallur þjálfari HK/Víking eftir 6-0 tap á móti Þór/KA á Þórsvellinum í dag.

Lestu um leikinn: Þór/KA 6 -  0 HK/Víkingur

HK/Víkingur átti erfitt uppdráttar í leiknum.

„Þór/KA tók bara yfirhöndina frá fyrstu mínútu og við náum ekki stemmningu upp í okkar liði. Við náum ekki að halda bolta og svo er erfitt að verjast í svona langan tíma. Sjálfstraustið virtist fara úr liðinu, við vorum ekki nógu rólegar á boltann eins og við getum gert og við náum bara engum takti í leikinn okkar."

Næsti leikur HK/Víking er gegn KR. HK/Víkingur situr nú á botninum með 6 stig, stigi minna en KR.

„Fyrir okkur eru allir leikir sem eftir eru úrslitaleikir."

Það er stutt upp töfluna en aðeins tvö stig skilja að liðin í 10. og 6. sæti.

„Þetta er jöfn og skemmtileg deild. Margir skemmtilegir leikir. Þetta er okkar lang lélegasti leikur. Ég held við eigum séns í öll þessi lið og við förum í alla leiki til að vinna."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner