Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 10. júlí 2020 13:00
Fótbolti.net
Lið 5. umferðar - Valsmenn áberandi
Hannes Þór Halldórsson er í liði vikunnar.
Hannes Þór Halldórsson er í liði vikunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason í leiknum gegn Breiðabliki.
Þórir Jóhann Helgason í leiknum gegn Breiðabliki.
Mynd: Hulda Margrét
Valsmenn eiga flesta leikmenn í liði 5. umferðar í Pepsi Max-deildinni eða þrjá talsins eftir 5-1 útisigur á Víkingi R. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, hristi upp í byrjunarliðinu og hann er þjálfari umferðarinnar.

Bakvörðurinn ungi Valgeir Lunddal Friðriksson skoraði tvö mörk sem og leikmaður umferðarinnar Patrick Pedersen. Þá var Hannes Þór Halldórsson mjög öflugur í marki Vals á Víkingsvelli.

Grótta vann sinn fyrsta sigur í efstu deild frá upphafi. Karl Friðleifur Gunnarsson og Halldór Kristján Baldursson skoruðu báðir og áttu góðan leik.

Thomas Mikkelsen skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í 3-3 jafntefli gegn FH en þar var Þórir Jóhann Helgason öflugur á miðjunni hjá Fimleikafélaginu.

Djair Parfitt-Williams og Valdimar Þór Ingimundarson voru báðir öflugir í 4-1 sigri Fylkis á KA á heimavelli í gær.

Valgeir Valgeirsson lagði upp mark og var maður leiksins þegar HK gerði 2-2 jafntefli við ÍA á Akranesi. Óttar Bjarni Guðmundsson var öflugur í vörn ÍA auk þess að skora og leggja upp mark.

Sjá einnig:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner