Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
banner
   fös 10. júlí 2020 22:07
Mist Rúnarsdóttir
Þórdís Hrönn laus úr sóttkví: Loksins sigur
Kvenaboltinn
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Þórdís og félagar eru lausar úr sóttkví og á leið í 8-liða úrslit
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega mikill léttir. Loksins sigur á heimavelli og bara í sumar. Gott að byrja á sigri eftir sóttkví,“ sagði KR-ingurinn Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir 4-1 sigur á Tindastól í bikarnum.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 Tindastóll

KR-ingar fóru ekki vel af stað í deildinni í sumar og voru svo eitt þeirra liða sem þurftu að fara í tveggja vikna sóttkví. Margir voru spenntir að sjá hvernig liðið myndi snúa aftur á völlinn en fyrst um sinn virtist martröð Vesturbæinga ætla að halda áfram því liðið var í miklu brasi í fyrri hálfleik. KR-liðið kom hinsvegar mjög öflugt til leiks í þeim síðari og uppskar að lokum öruggan sigur.

„Við vorum ekki sáttar með okkur í hálfleik og komum brjálaðar út í seinni hálfleik. Við vildum vera þolinmóðari og þora að keyra á þær. Spila boltanum og ekki stressa okkur á síðasta þriðjungi eins og við höfum verið að gera í sumar. Það tókst bara.“

Fyrsta mark KR í leiknum kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en Þórdís átti þá gullfallega stoðsendingu.

„Ég var búin að fá þau skilaboð að ég ætti að vera dugleg að koma upp kantinn fyrst ég var sett í bakvörð. Thelma Lóa er ótrúlega hröð og góð. Ég átti góðan bolta á hana og hún tók hann eins og einhver snillingur þarna frammi og sett‘ann.“

Þórdís Hrönn horfir bjartsýn á framhaldið eftir krefjandi vikur.

„Það var smá skellur að tapa 6-0 og fara svo beint í sóttkví. En það var margt til þess að læra af. Við gátum kúplað okkur aðeins niður og hugsað um okkur. Við ætlum að koma sterkari til baka,“ sagði leikmaðurinn knái sem er sama hverjum KR mætir í 8-liða úrslitum bikarsins.

„Til í allt. Bikar er bikar og sama hvaða lið það er, þetta verða alltaf hörkuleikir.“

Horfðu á allt viðtalið við Þórdísi í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner