Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mið 10. júlí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mega ekki ræða um vítaspyrnur
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur sett þá reglu innan liðsins að leikmenn mega ekki ræða um vítaspyrnur.

Southgate vill halda leynd yfir áætlun liðsins fyrir vítaspyrnukeppnir en England sló Sviss úr leik í einni slíkri. Allir fimm spyrnumennirnir skoruðu og Jordan Pickford varði spyrnu Manuel Akanji.

Southgate hefur reynt ýmislegt til að bæta árangur Englands í vítakeppnum. Þar á meðal með íþróttasálfræðingu, leikgreiningu og æfingum.

Þá hefur leikmönnum verið bannað að ræða um vítaspyrnur við fjölmiðla til að reyna að koma í veg fyrir að of mikil umræða sé í gangi.

England mætir Hollandi í kvöld í undanúrslitum EM og mun sigurliðið leika við Spán í úrslitaleiknum á sunnudag.
Athugasemdir
banner