Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 10. ágúst 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Fjögur félög á eftir Lundstram
Fjögur félög í ensku úrvalsdeildinni eru að íhuga að leggja fram tilboð í John Lundstram miðjumann Sheffield United.

Lundstram á eitt ár eftir af samningi sínum við Sheffield United.

Lundstram hefur átt í viðræðum um nýjan samning undanfarið hálfa árið en þær viðræður hafa nú siglt í strand.

Á nýliðnu tímabili skoraði Lundstram fimm mörk og lagði upp þrjú í 36 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann var mjög vinsæll hjá Fantasy-spilurum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner