Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. ágúst 2020 21:38
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúleg frammistaða Johnsson - Flestar markvörslur frá 2009
Karl-Johan Johnsson
Karl-Johan Johnsson
Mynd: Heimasíða FCK
Karl-Johan Johnsson, markvörður FCK í Danmörku, er að skila inn einni ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur í Evrópudeildinni en hann hefur varið þrettán skot gegn Manchester United í kvöld.

Johnsson, sem er 30 ára gamall, kom til FCK frá franska liðinu Guingamp á síðasta ári en það er alveg óhætt að segja að hann er að eiga besta leik ferilsins í kvöld.

Man Utd leiðir leikinn 1-0 eftir vítaspyrnu frá Bruno Fernandes í framlengingu en Johnsson hefur varið þrettán skot í leiknum og hefur haldið liðinu inn í leiknum.

Þetta eru flestar markvörslur í leik í Evrópudeildinni frá 2009 eða frá því fyrsta tímabilið fór fram undir merkjum Europa League.

Johnsson er eins og köttur í búrinu hjá FCK og ljóst að danska liðið þarf að svara nokkrum fyrirspurnum um hann eftir leikinn í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner